Hollendingar með 100.000 evrur eða meira kæra Ísland

Skv. bréfinu sem þeir sendu forsætisráðherra Íslands:

"to officially bring charges against Iceland before the EFTA as well as the EC Committee.
Such charges have already been discussed with EC representatives and acknowledged as
rightful.
In light of the upcoming European Elections, a possible entry of Iceland into the EC and
the conditions that the IMF stated towards Iceland, this charge will without any doubt
have serious consequences for the image of Iceland as a reliable partner"

 

Það vekur athygli að þeir virðast ekki vilja leiða málið til lykta hjá dómstólum, heldur beita pólitískum þrýstingi. Þetta varð skýrara í viðtali við forsvarsmann þeirra á rúv. Ef að þeir fá ekki vilja sínum framgengt ætla þeir að tala við þingmenn sem að gefa kost á sér til setu á Evrópuþinginu og fá þá til að beita sér gegn Íslandi.

Þessum pólitíska þrýstingi blanda þeir síðan saman við  að jafnræði skuli gilda um alla þegna ESB. Hins vegar er alveg ljóst að það er alls ekkert raunverulegt jafnræði á fjölmörgum sviðum í ESB. Sem dæmi þá giltu hryðjuverkalög Bretanna fyrir alla íslenska banka þ.e. stjórnvöld þar beittu sér ekki bara gegn Landsbankanum, heldur Kaupthingi líka. Hvar var og er jafnræði þar sem að þjóðerni skiptir ekki máli þar?

Ef að það væri túlkað bókstaflega að algjört jafnrétti óháð þjóðerni gildi í ESB þá hefðu þar til bærir dómstólar sem að hægt væri að leita til með svona mál óendalegan fjölda mála til úrlausnar.

Þá benti ég á það að íslensku lögin um innistæðutryggingasjóð skuldbinda ríkið ekki til þess að greiða neitt umfram það sem að var í innistæðutryggingasjóðnum.

Neyðarlögin voru sérstök lög sem sett voru við neyðaraðstæður. Neyðarréttur er viðurkenndur í ESB. Þá voru svipuð lög sett m.a. í Bandaríkjunum. Stendur til að stefna Bandaríkjunum?

Að mínu mati verður að leysa þetta mál fyrir dómstólum. Það er ekki bjóðandi að stór og fjölmenn lönd sem að myndað hafa viðskiptabandalag saman geti kúgað litla þjóð til þess að kyngja nánast hverju sem er með því að beita hana pólitískum þrýstingi. Hvar endar og hvenær endar það?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Héðinn

Höfundur

Héðinn
Héðinn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband