Færsluflokkur: Bloggar

Hollendingar með 100.000 evrur eða meira kæra Ísland

Skv. bréfinu sem þeir sendu forsætisráðherra Íslands:

"to officially bring charges against Iceland before the EFTA as well as the EC Committee.
Such charges have already been discussed with EC representatives and acknowledged as
rightful.
In light of the upcoming European Elections, a possible entry of Iceland into the EC and
the conditions that the IMF stated towards Iceland, this charge will without any doubt
have serious consequences for the image of Iceland as a reliable partner"

 

Það vekur athygli að þeir virðast ekki vilja leiða málið til lykta hjá dómstólum, heldur beita pólitískum þrýstingi. Þetta varð skýrara í viðtali við forsvarsmann þeirra á rúv. Ef að þeir fá ekki vilja sínum framgengt ætla þeir að tala við þingmenn sem að gefa kost á sér til setu á Evrópuþinginu og fá þá til að beita sér gegn Íslandi.

Þessum pólitíska þrýstingi blanda þeir síðan saman við  að jafnræði skuli gilda um alla þegna ESB. Hins vegar er alveg ljóst að það er alls ekkert raunverulegt jafnræði á fjölmörgum sviðum í ESB. Sem dæmi þá giltu hryðjuverkalög Bretanna fyrir alla íslenska banka þ.e. stjórnvöld þar beittu sér ekki bara gegn Landsbankanum, heldur Kaupthingi líka. Hvar var og er jafnræði þar sem að þjóðerni skiptir ekki máli þar?

Ef að það væri túlkað bókstaflega að algjört jafnrétti óháð þjóðerni gildi í ESB þá hefðu þar til bærir dómstólar sem að hægt væri að leita til með svona mál óendalegan fjölda mála til úrlausnar.

Þá benti ég á það að íslensku lögin um innistæðutryggingasjóð skuldbinda ríkið ekki til þess að greiða neitt umfram það sem að var í innistæðutryggingasjóðnum.

Neyðarlögin voru sérstök lög sem sett voru við neyðaraðstæður. Neyðarréttur er viðurkenndur í ESB. Þá voru svipuð lög sett m.a. í Bandaríkjunum. Stendur til að stefna Bandaríkjunum?

Að mínu mati verður að leysa þetta mál fyrir dómstólum. Það er ekki bjóðandi að stór og fjölmenn lönd sem að myndað hafa viðskiptabandalag saman geti kúgað litla þjóð til þess að kyngja nánast hverju sem er með því að beita hana pólitískum þrýstingi. Hvar endar og hvenær endar það?


Ráðleggingar um IceSave - ábyrgð og raunsæi

Við eigum að semja við Breta og Hollendinga um það að hvor aðili taki á sig hluta af þessum 20.000 evrum sem að innlánatryggingasjóður ber skv. lögum ESB, sem við eða fulltrúar okkar höfum samþykkt, ábyrgð á. Við tökum engan þátt í að bæta það sem var umfram 20.000 evrur á einstaka reikningum.

Rökstuðningur:

Peningar fólks hafa tapast og einhverjir þurfa að bera skaðann. Við verðum að biðja viðskiptavini IceSave afsökunar og  bera okkar hluta af ábyrgðinni.

1. Okkar ábyrgð:

a) Við hefðum átt að koma í veg fyrir að bankarnir urðu 10x stærri en efnahagur landsins. Ýmsar heimildir voru til þess s.s. gat FME bannað stofnun erlendra útibúa bæði í Bretlandi og síðar í Hollandi og Seðlabankinn haft hærri bindiskyldu. Þá hefðum við átt að bregðst fyrr við og vera betur undirbúin undir þann möguleika sem að síðan varð að veruleika s.s. vera með stærri gjaldeyrisforða og slíkt.

b) IceSave og reyndar líka Kaupthing Edge var auglýst þannig erlendis að sagt var að reikningarnir væru með íslenskri ríkisábyrgð. Ríkið hefði átt að gera athugasemdir við þessar auglýsingar og krefjast þess að þær væru sannleikanum samkvæmar.

c) Alþingi samþykkti lög ESB sem taka á þessu máli án breytinga eða fyrirvara. Alþingi hefði getað samþykkt lögin í breyttri mynd þar sem að 100% skýrt væri að túlkun Alþingis væri að ef að ríkið þurfi ekki að bera ábyrgð á sjóðnum ef að bankakerfið hrynur og slíkt teflir fjárhagslegri stöðu ríkissjóðs í tvísínu. Það er algengt að aðildarríki ESB aðlagi lög ESB áður en þau eru samþykkt. Hugsanlega hefði slík breyting á lögunum leitt til málaferla hjá ESB dómstólum, en slíkt ekki óalgengt hjá ESB.

Það má færa rök fyrir því að við höfum samþykkt þessi lög í þeirri mynd að okkur beri ekki lagaleg skylda til þess að bera alla ábyrgð á 20.000 evrum sbr.

http://www.tryggingarsjodur.is/modules/files/file_group_26/log/log-98-1999-isl.pdf

10. grein

"Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum."

Ath. að það stendur "heimilt" að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, ekki að hún sé skuldbundin til þess eða verði að gera það.

 

 

2. Ábyrgð Breta og Hollendinga

a) Fulltrúar Breta og Hollendinga samþykktu ESB lögin sem að opnuðu þann möguleika fyrir bönkunum að stofa t.d. IceSave reikningana. Fulltrúar íslenskra kjósenda komu ekki að því að semja og greiða atkvæði um þessi lög hjá ESB.

b) Viðskiptavinir IceSave og Kaupthing Edge gátu lesið lögin sem að giltu um innlánatryggingarsjóð og séð að í raun var ekki um ríkisábyrgð að ræða. Þá má benda á að fjármálamarkaður virkar þannig að beint samband er á milli áhættu og vaxtastigs. Með því að velja hæstu vextina sem í boði voru á markaðnum tóku viðskiptavinir IceSave áhættu.

 

Við eigum að vera kurteis og forðast upphrópanir eins og "við borgum ekki".

Við eigum að benda á það að ríkissjóður hefur vart bolmagn til þess að greiða niður eins háar upphæðir og um er rætt og flytja okkar mál með sanngirni þar sem hvor aðili ber ábyrgð á sínum mistökum og gjörðum að leiðarljósi.

Við þurfum að halda vel á spöðunum í samskiptum við erlenda fjölmiðla og takast á við það erfiða verkefni að fá þá til að skilja okkar sjónarmið og fá þá í besta falli á okkar band.

Við eigum ekki reyna að hlaupast undan okkar hluta ábyrgðarinnar og skilja það fólk sem að sýndi íslensku bönkunum traust eftir með sárt ennið.

Um bloggið

Héðinn

Höfundur

Héðinn
Héðinn
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband